Heildarinnsýn byrjar útgáfu á hlaðvarpinu "Heimspekihornið" bráðlega!
Heildarinnsýn byrjar útgáfu á hlaðvarpinu "Heimspekihornið" bráðlega!
Miðillinn Heildarinnsýn er hugsaður sem vettvangur til þess að efla þau viðhorf sem ég hef til samfélagsins: gagnrýnin hugsun, víðsýni, heimspeki og hugmyndsköpun. Allt með eins kómísku ívafi og kostur er á - gleymum ekki að hlæja og þá helst að okkur sjálfum. Hér er ætlunin að skapa umhverfi, sem horfir fyrst og fremst í átt að því markm
Miðillinn Heildarinnsýn er hugsaður sem vettvangur til þess að efla þau viðhorf sem ég hef til samfélagsins: gagnrýnin hugsun, víðsýni, heimspeki og hugmyndsköpun. Allt með eins kómísku ívafi og kostur er á - gleymum ekki að hlæja og þá helst að okkur sjálfum. Hér er ætlunin að skapa umhverfi, sem horfir fyrst og fremst í átt að því markmiði, að kryfja líðandi stund af gáska og gagnrýni. Svo vill til að Heildarinnsýn er samsett úr orðunum "heild" og "innsýn". Þetta er vegna þess að heildin - heildarsamhengi hlutanna og heila málið allt saman - er það sem skiptir máli. En ein og sér er heildin hol og aldrei vissari en skilningurinn sem við leggjum í hana. Með framangreint í huga hefur Heildarinnsýn það markmið að leiðarljósi að veita innsýn í þann dularfulla og síbreytilega veruleika sem við okkur blasir og varpa ljósi á hann í eins heildstæðu og víðu samhengi og kostur er á. Heimspekin þjónar þeim tilgangi mætavel og það er allrar athygli vert að horfa á samfélagið og sjálfan sig frá sjónarhóli hennar.
Hvað stílvopnið sem ég beiti fyrir mér í skrifum varðar, má í grófum dráttum segja að ég skrifi með stílbragði sem er enn að þróast, þó það sé engu að síður sprottið af þrem mikilvægum rótum. Til að byrja með hafa skrif mín mótast af grunn- og menntaskóla göngu minni. Í öðru lagi, hef ég tekið virkan þátt í rökræðustarfi á vegum MORFÍS og JCI, sem skrif mín bera óneitanlega merki um. Og í þriðja lagi, eru efnistökin, sem og uppbygging og framsetning þeirra, oftar en ekki af heimspekilegum uppruna. Með því á ég við, að þegar ég sit við skrif, er ég óhræddur við að sækja innblástur í fræðilegar heimspekiritgerðir og sígildar heimspekilegar bókmenntir.
Copyright © 2023 HeildarInnsýn
Powered by GoDaddy
We use cookies to analyze website traffic and optimize your website experience. By accepting our use of cookies, your data will be aggregated with all other user data.